30. ágúst 2015

Meira krukkuhekl

Krukkuhekl

Best að efna það að vera duglegri að blogga :) Ég er búin að vera að hekla ýmislegt, sumt get ég ekki bloggað um strax og sumt er langtímaverkefni... en ég gríp alltaf á milli í nokkrar krukkur og eftir að ég keypti stærri bakka þá finnst mér ég verði að fylla hann. Þannig að efni þessar bloggfærslu eru þessar tvær nýju krukkur og svo fær ein gömul að fljóta með sem ég bloggaði ekki um í bloggleti minni :)



Þessi var að detta af nálinni í dag og er krukka undan sultu. Hún er sérlega fíngerð og núna finnst mér krukkurnar mínar úr fíngerðu garni fallegastar ;) Það er mun erfiðara að hekla þær en þær eru sko þess virði að mínu mati :) Ég held að ég sé að detta alfarið í þetta fíngerða... það styttist örugglega í að ég fari að hekla snjókorn og bjöllur ;)

Garn: Solberg 12/4
Heklunál: 1,5 mm
Uppskrift: engin


Þessa gerði ég í vikunni og setti mynd inn á Facebook-síðuna eins og þeir sem líka við síðuna mína hafa séð. Þessi er frekar lítil eins og þið sjáið á fyrstu myndinni hér fyrir ofan.

Heklað utan um krukkur

Hekluð krukka

Garn: Solberg 12/4
Heklunál: 1,5 mm
Uppskrift: engin


Hér er svo ein "gömul" sem ég sé að ég hef ekki bloggað um en þökk sé Ravelry þá sé ég að ég hef lokið við hana 25. janúar. Þetta er risastór rauðkálskrukka :)

Krukkuhekl

Garn: Satúrnus
Heklunál: 2,0 mm
Uppskrift: engin

0 comments:

Skrifa ummæli