14. júní 2013

Undurfagurt ungbarnateppi

Loksins get ég montað mig! Ég er búin að bíða eftir því síðan 19. febrúar en þá kláraði ég að hekla það ;) Góð vinkona mín átti von á lítilli dömu í heiminn um miðjan maí en vegna þess hvað það var mikið að gera í skólanum þá vildi ég vera tímanleg með gjöfina... og er ég núna loksins búin að hitta litlu sætu dömuna svo að ég get montað mig ;)

Heklað bleikt ungbarnateppi
 
Heklað ungbarnateppi
 
Hornið á teppinu

Kanturinn


Mér finnst sjálfri þetta ótrúlega fallegt teppi og var það mjög skemmtilegt verkefni. Ég lenti í pínu vandræðum með uppskriftina en mér fannst hún óljós á köflum t.d. lenti ég í því að lykkjufjöldinn stemmdi ekki þegar ég var að gera kantinn en sem betur fer náði ég að bjarga málunum án þess að rekja mikið upp ;)  Ég notaði svo strekkivíra til að ná því jöfnu þegar ég lagði það þannig að mynstrið opnaðist vel og varð miklu fallegra fyrir vikið.

Garnið var svo mjúkt og ilmaði svo vel en eftir að ég þvoði það þá fór þessi ilmur og það varð ekki alveg eins mjúkt og það var fyrir þvott. Ég hugsaði að bómull væri praktísk í ungbarnateppi því að það er svo auðvelt að þvo hana og hún heldur sér vel. Hins vegar er hún pínu þung þannig að það væri gaman að prófa að hekla einhvern tímann aftur svona teppi úr þvottheldri ull :)

Garn: King Cole Cottonsoft
Heklunál: 5,5 mm
Uppskrift: http://www.ravelry.com/patterns/library/mayflower-baby-blanket

1 comments:

Guðný Björg sagði...

Undurfagurt teppi :)

Skrifa ummæli