29. janúar 2011

Hello Kitty budda og veski

Ég rakst á svo sæta Hello Kitty buddu á netinu og ákvað auðvitað að gera eina... eða reyndar tvær... ég samt fóðraði mína með bleiku lérefti og saumaði rennilás í svo að peningarnir myndu ekki detta út :) Buddan var svo lítil að hún var eiginlega bara fyrir litla putta... svo ein lítil sæt frænka fékk hana með í jólapakkanum.

Ég gerði svo aðeins stærri fyrir aðeins stærri frænku. Notaði líka bleikara garn en í hinni svo að það yrði skýrari munur. Heklaði svo blóm á rennilásinn... og reyndar á hinni líka svo að það yrði auðveldara fyrir litla putta að opna :)





Garn: Trysil Garn Tuva Helårsgarn
Mynstur: http://www.miseducated.net/?p=6320

0 comments:

Skrifa ummæli