31. janúar 2011

Hekluð skjaldbaka - nálapúði

Mig hefur lengi langað til að hekla handa mér nálapúða. Hef skoðað svolítið á netinu eins og svo oft áður.. sá t.d. tebolla og fullt af cupcakes... en var ekki alveg heilluð... en svo rakst ég á skjaldbökuna á Ravelry...  það var næstum ást við fyrstu sýn :) Eins og svo oft áður þá bara varð ég að skella í eina... mér fannst skelin svo tómleg að ég skreytti hana aðeins... og auðvitað finnst mér mín skjaldbaka langsætust :)




Garn: Trysil Garn Sportsgarn
Heklunál: 4,0
Uppskrift: http://www.ravelry.com/patterns/library/tiny-turtle-3

0 comments:

Skrifa ummæli